Erlent

Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu samhljóða í síðasta mánuði sem ætlað er að draga úr aðgangi ríkisins að eldsneyti.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu samhljóða í síðasta mánuði sem ætlað er að draga úr aðgangi ríkisins að eldsneyti. Vísir/AFP
Yfirvöld Suður-Kóreu hafa lagt hald á annað skip sem talið er að hafi verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. Skipið KOTI er skráð í Panama og áhöfn þess er að mestu frá Kína og Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar. Flutningur olíu til Norður-Kóreu er í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir.

Ákveðið var að leggja hald á skipið þann 21. desember, samkvæmt frétt Yonhap, en talið er að olía hafi verið flutt úr skipinu yfir í skip frá Norður-Kóreu út á hafi. KOTi getur borið allt að 5.100 tonn af olíu.



Nýverið kom í ljós að Suður-Kóreumenn hefðu einnig lagt hald á skipið Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.

Sjá einnig: Smyglaraskip í höndum Suður-Kóreu



Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu samhljóða í síðasta mánuði sem ætlað er að draga úr aðgangi ríkisins að eldsneyti. Bandaríkin hafa einnig lagt til að tíu skip sem sögð eru hafa verið notuð til að flytja olíu til Norður-Kóreu verði sett á bannlista. Lighthouse Winmore er á þeim lista en KOTI ekki, samkvæmt frétt Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×