Stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. desember 2017 12:50 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Gamlársdagur er stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna og flugeldasala hefur farið nokkuð vel af stað í ár. Jón Svanberg, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að útköll björgunarsveitanna í ár, sem voru rúmlega þúsund, hafi verið óvenju krefjandi. Eins og vitað er sprengja Íslendingar gamla árið upp með miklum krafti. Flugeldasölur opnuðu víða í vikunni en gamlársdagur er að jafnaði langstærsti söludagurinn.Jón Svanberg, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að salan hafi farið nokkuð vel af stað í ár. „Það náttúrulega kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á milli tólf og fjögur á gamlársdag hvernig salan verður því stór hluti sölunnar fer fram á þessum tíma. Ég á von á því að það verði mikið að gera hjá okkur á öllum sölustöðum í dag,“ segir Jón. Skiptir björgunarsveitirnar gríðlarega miklu máliJón segir að flugeldasalan sé ein helsta tekjuöflun björgunarsveitanna sem eru 93 um allt land. „Hjá sumum sveitunum er þetta stærsti partur veltunnar á hverju ári og skiptir sveitina gríðarlega miklu máli,“ segir Jón. Hann segir að árið hafi verið gríðarlega annasamt og að útköllin hafi verið rúmlega þúsund. „Við erum að sjá mun meira af meira krefjandi verkefnum. Til dæmis rútuslysið sem var um daginn. Þar vorum við með yfir 60 manns að vinna í marga klukkutíma. Og í byrjun ársins þá var gríðarlega stór og umfangsmikil leit,“ segir Jón. Mörg útköll sveitanna tengist umferð á landinu. „Vegakerfið okkar er kannski ekki alveg í stakk búið til að takast á við alla þessa umferð sem er þar og því miður sjáum við það í nokkrum af okkar verkefnum,“ segir Jón að lokum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Gamlársdagur er stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna og flugeldasala hefur farið nokkuð vel af stað í ár. Jón Svanberg, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að útköll björgunarsveitanna í ár, sem voru rúmlega þúsund, hafi verið óvenju krefjandi. Eins og vitað er sprengja Íslendingar gamla árið upp með miklum krafti. Flugeldasölur opnuðu víða í vikunni en gamlársdagur er að jafnaði langstærsti söludagurinn.Jón Svanberg, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að salan hafi farið nokkuð vel af stað í ár. „Það náttúrulega kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á milli tólf og fjögur á gamlársdag hvernig salan verður því stór hluti sölunnar fer fram á þessum tíma. Ég á von á því að það verði mikið að gera hjá okkur á öllum sölustöðum í dag,“ segir Jón. Skiptir björgunarsveitirnar gríðlarega miklu máliJón segir að flugeldasalan sé ein helsta tekjuöflun björgunarsveitanna sem eru 93 um allt land. „Hjá sumum sveitunum er þetta stærsti partur veltunnar á hverju ári og skiptir sveitina gríðarlega miklu máli,“ segir Jón. Hann segir að árið hafi verið gríðarlega annasamt og að útköllin hafi verið rúmlega þúsund. „Við erum að sjá mun meira af meira krefjandi verkefnum. Til dæmis rútuslysið sem var um daginn. Þar vorum við með yfir 60 manns að vinna í marga klukkutíma. Og í byrjun ársins þá var gríðarlega stór og umfangsmikil leit,“ segir Jón. Mörg útköll sveitanna tengist umferð á landinu. „Vegakerfið okkar er kannski ekki alveg í stakk búið til að takast á við alla þessa umferð sem er þar og því miður sjáum við það í nokkrum af okkar verkefnum,“ segir Jón að lokum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira