Sport

Murray: Verð kannski aldrei aftur á meðal þeirra bestu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Vísir/Getty
Andy Murray segir það ekki víst að hann komist aftur í sitt besta form eftir meiðsli. Skotinn hefur ekki spilað tennis síðan á Wimbledon mótinu í júlí vegna meiðsla á mjöðm.

Fyrrum efsti maður heimslistans spilaði sýningarleik við Roberto Bautista Agut í Abu Dhabi á föstudag og var þar greinilegt að hann var ekki upp á sitt besta.

Þrátt fyrir að hafa tapað 6-2 var hann nógu ánægður með ástandið á sér til þess að halda óbreyttum áætlunum um að keppa á Brisbane International mótinu í næstu viku, en þá mun hann spila sinn fyrsta keppnisleik síðan í sumar.

„Væntingar mínar eru ekki háar. Ég vil bara njóta þess aftur að spila, ég hef saknað þess síðustu mánuði.“

„ Mér er sama þó ég sé númer 30 á heimslistanum, ég vil bara geta spilað tennis. Það væri frábært ef ég gæti verið meðal þeirra bestu á ný, en ég vil bara spila,“ sagði Andy Murray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×