Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Hörður Ægisson skrifar 20. desember 2017 07:45 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, er langt komið í viðræðum við áhugasama fjárfesta í Bandaríkjunum um sölu á öllu fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til söluferlisins sem er leitt af fjárfestingabankanum JP Morgan, hafa staðið yfir viðræður við að minnsta kosti tvö umsvifamikil fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á næsta ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Fram hefur komið að fyrirtækið sé að 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur eignarhlutur Sigurðar um 25 prósentum en aðrir Íslendingar sem eiga umtalsverðan hlut í fyrirtækinu eru meðal annars feðgarnir Ingimundur Sveinsson arkitekt og Sveinn Ingimundarson. Þá á svissneski mjólkurframleiðandinn Emni Group um fjórðungshlut sem félagið eignaðist í árslok 2013.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Landbúnaður Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, er langt komið í viðræðum við áhugasama fjárfesta í Bandaríkjunum um sölu á öllu fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til söluferlisins sem er leitt af fjárfestingabankanum JP Morgan, hafa staðið yfir viðræður við að minnsta kosti tvö umsvifamikil fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á næsta ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Fram hefur komið að fyrirtækið sé að 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur eignarhlutur Sigurðar um 25 prósentum en aðrir Íslendingar sem eiga umtalsverðan hlut í fyrirtækinu eru meðal annars feðgarnir Ingimundur Sveinsson arkitekt og Sveinn Ingimundarson. Þá á svissneski mjólkurframleiðandinn Emni Group um fjórðungshlut sem félagið eignaðist í árslok 2013.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Landbúnaður Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira