Rodgers settur aftur til hliðar hjá Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 18:30 Aaron Rodgers spilar ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd. NFL Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd.
NFL Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira