Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00