Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu vegna afturvirkrar launahækkunar. vísir/Anton Brink Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hyggst ekki tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um 18 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækkunarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Fjallað er um úrskurð kjararáðs á heimasíðu biskups en Vísir greindi frá úrskurði kjararáðs í gær. Á biskup.is segir að Agnes vilji árétta að það sé ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir á vef biskups. Þá segir jafnframt að Prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsskyldum og starfsumhverfi presta og biskupa. „Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“ Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í. Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hyggst ekki tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um 18 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækkunarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Fjallað er um úrskurð kjararáðs á heimasíðu biskups en Vísir greindi frá úrskurði kjararáðs í gær. Á biskup.is segir að Agnes vilji árétta að það sé ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir á vef biskups. Þá segir jafnframt að Prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsskyldum og starfsumhverfi presta og biskupa. „Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“ Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.
Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00