Stím-málið: Lárus Welding aftur dæmdur í fimm ára fangelsi Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 14:00 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital í 18 mánaða fangelsi. Þorvaldur mætti við dómsuppkvaðningu í dag og sagðist ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Dómarnir sem féllu í dag eru þeir sömu og féllu fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan í héraði en aðalmeðferð máls hafði verið tekin upp aftur í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hefði verið vanhæfur. Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði fellur á ríkissjóð. Ingimundur Einarsson, einn þriggja dómara málsins, skilaði sératkvæði og vildi sakfella Lárus en sýkna þá Jóhannes og Þorvald. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómaraHéraðsdómur Reykjavíkur kvað upp fyrri dóm sinn í þann 21. desember 2015 og voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá einnig fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára fangelsisdóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánaða dóm. Þremenningarnir höfðu allir neitað sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni.Sigríður Hjaltested var vanhæf til að dæma í málinu.Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í júní fyrr á þessu ári um að aðalmeðferð málsins skyldi fara fram aftur en ástæðan var vanhæfi Sigríðar í málinu. Á fimmta tug vitna gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins en það tók tæpar tvær vikur í héraðsdómi. Málsvarnarlaun sakborninga í héraði námu um fjörutíu milljónum króna.Reyndu að fá Ingimund úr sæti dómaraÞremenningarnir vildu einnig meina að Ingimundur Einarsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri vanhæfur til þess að dæma í nýrri aðalmeðferð vegna eignar hans á hlutabréfum í Glitni. Ingimundur tapaði á þeim og var það mat Hæstaréttar að hann hefði vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína á hlutabréfunum í Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Var þeirri kröfu þó hafnað af Hæstarétti að Ingimundur skyldi víkja úr sæti sínu sem dómari í nýrri aðalmeðferð Stím-málsins sem fram fór í nóvember. Sakborningarnir höfðu einnig krafist þess að Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason myndu víkja sem dómarar úr nýrri aðalmeðferð en þau dæmdu í upphaflegri aðalmeðferð ásamt Sigríði Hjaltested. Stím málið Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Aðalmeðferð fer fram á ný í Stím-málinu Aðalmeðferð í Stím-málinu fer nú fram í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015. 16. nóvember 2017 13:17 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Hæstiréttur úrskuðaði fyrr í dag að Ingimundur Einarsson, dómstjóri í Stím-málinu svokallaða, væri ekki vanhæfur. 14. nóvember 2017 21:11 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital í 18 mánaða fangelsi. Þorvaldur mætti við dómsuppkvaðningu í dag og sagðist ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Dómarnir sem féllu í dag eru þeir sömu og féllu fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan í héraði en aðalmeðferð máls hafði verið tekin upp aftur í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hefði verið vanhæfur. Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði fellur á ríkissjóð. Ingimundur Einarsson, einn þriggja dómara málsins, skilaði sératkvæði og vildi sakfella Lárus en sýkna þá Jóhannes og Þorvald. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómaraHéraðsdómur Reykjavíkur kvað upp fyrri dóm sinn í þann 21. desember 2015 og voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá einnig fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára fangelsisdóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánaða dóm. Þremenningarnir höfðu allir neitað sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni.Sigríður Hjaltested var vanhæf til að dæma í málinu.Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í júní fyrr á þessu ári um að aðalmeðferð málsins skyldi fara fram aftur en ástæðan var vanhæfi Sigríðar í málinu. Á fimmta tug vitna gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins en það tók tæpar tvær vikur í héraðsdómi. Málsvarnarlaun sakborninga í héraði námu um fjörutíu milljónum króna.Reyndu að fá Ingimund úr sæti dómaraÞremenningarnir vildu einnig meina að Ingimundur Einarsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri vanhæfur til þess að dæma í nýrri aðalmeðferð vegna eignar hans á hlutabréfum í Glitni. Ingimundur tapaði á þeim og var það mat Hæstaréttar að hann hefði vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína á hlutabréfunum í Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Var þeirri kröfu þó hafnað af Hæstarétti að Ingimundur skyldi víkja úr sæti sínu sem dómari í nýrri aðalmeðferð Stím-málsins sem fram fór í nóvember. Sakborningarnir höfðu einnig krafist þess að Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason myndu víkja sem dómarar úr nýrri aðalmeðferð en þau dæmdu í upphaflegri aðalmeðferð ásamt Sigríði Hjaltested.
Stím málið Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Aðalmeðferð fer fram á ný í Stím-málinu Aðalmeðferð í Stím-málinu fer nú fram í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015. 16. nóvember 2017 13:17 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Hæstiréttur úrskuðaði fyrr í dag að Ingimundur Einarsson, dómstjóri í Stím-málinu svokallaða, væri ekki vanhæfur. 14. nóvember 2017 21:11 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00
Aðalmeðferð fer fram á ný í Stím-málinu Aðalmeðferð í Stím-málinu fer nú fram í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015. 16. nóvember 2017 13:17
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Hæstiréttur úrskuðaði fyrr í dag að Ingimundur Einarsson, dómstjóri í Stím-málinu svokallaða, væri ekki vanhæfur. 14. nóvember 2017 21:11
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51
Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00