Flokkarnir fengið tvo milljarða frá ríkinu frá 2010 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. desember 2017 08:00 Fulltrúar sex flokka telja framlög ríkisins upp á 286 milljónir ekki duga og vilja leiðréttingu. vísir/vilhelm Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira