Hurð skall nærri hælum nærri Hellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2017 11:46 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið er úr bíl Bessa. Litlu mátti muna. Bessi Jónsson Óhætt er að segja að litlu hafi mátt muna að alvarlegt bílslys yrði á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Svo virðist sem skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fjögurra bíla holli að hægja á sér hafi orðið til þess að ökumaður bílsins fyrir aftan taldi sig þurfa að aka útaf veginum. Beygði hann yfir á rangan vegahelming þar sem Bessi Jónsson kom akandi og munaði sekúndubroti að ekki yrði árekstur. Bessi birti upptöku úr bíl sínum á Facebook í gær sem sýnir hve litlu mátti muna. „Djö… munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi og er eðlilega ekki skemmt. Snjór og krapi er á veginum, eins og sést í myndbandinu, og færð því ekki með besta móti. Sigurður William Brynjarsson tjáir sig um atvik en hann var ökumaður þriðja bílsins. Hann segir fremsta bílinn, sem hann telur hafa verið kínverska ferðamenn, hafa hægt á sér og sá næsti ekið útaf til að forðast hann. „Ég var þriðji bíllinn. Bremsaði og fékk þann fjórða aftan á mig,“ segir Sigurður. Á honum má skilja að sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki. Rétt er að minna á að aftanákeyrslur eru á meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis. Það má meðal annars rekja til of lítils bils á milli bíla. Á vefsíðu Samgöngustofu má finna ráðleggingar um hvernig viðhalda skuli góðu bili milli bila. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Óhætt er að segja að litlu hafi mátt muna að alvarlegt bílslys yrði á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Svo virðist sem skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fjögurra bíla holli að hægja á sér hafi orðið til þess að ökumaður bílsins fyrir aftan taldi sig þurfa að aka útaf veginum. Beygði hann yfir á rangan vegahelming þar sem Bessi Jónsson kom akandi og munaði sekúndubroti að ekki yrði árekstur. Bessi birti upptöku úr bíl sínum á Facebook í gær sem sýnir hve litlu mátti muna. „Djö… munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi og er eðlilega ekki skemmt. Snjór og krapi er á veginum, eins og sést í myndbandinu, og færð því ekki með besta móti. Sigurður William Brynjarsson tjáir sig um atvik en hann var ökumaður þriðja bílsins. Hann segir fremsta bílinn, sem hann telur hafa verið kínverska ferðamenn, hafa hægt á sér og sá næsti ekið útaf til að forðast hann. „Ég var þriðji bíllinn. Bremsaði og fékk þann fjórða aftan á mig,“ segir Sigurður. Á honum má skilja að sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki. Rétt er að minna á að aftanákeyrslur eru á meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis. Það má meðal annars rekja til of lítils bils á milli bíla. Á vefsíðu Samgöngustofu má finna ráðleggingar um hvernig viðhalda skuli góðu bili milli bila.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira