Styrkleikalisti HBStatz: Einar Rafn bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 15:15 mynd/samsett FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93 Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira