Reynslumikill hópur á sterku ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var íþróttamaður ársins á síðasta ári og er tilnefndur aftur í ár mynd/SÍ/Vilhjálmur Siggeirsson Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira