Reynslumikill hópur á sterku ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var íþróttamaður ársins á síðasta ári og er tilnefndur aftur í ár mynd/SÍ/Vilhjálmur Siggeirsson Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira