Rússar segja Bandaríkin stuðla að blóðsúthellingum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2017 17:44 Aðskilnaðarsinni stendur vörð í Úkraínu. Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé. Úkraína Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé.
Úkraína Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira