Erlent

Stjórnendur Miss America segja af sér

Birgir Olgeirsson skrifar
Sam Haskell.
Sam Haskell. Vísir/afp
Framkvæmdastjóri félagsins sem sér um að halda Miss America-fegurðarsamkeppnina lét af störfum í gær ásamt öðrum stjórnendum keppninnar. Á vef Reuters er greint frá því að ástæðan sé tölvupóstsamskipti sem rötuðu í fjölmiðla í liðinni viku þar sem komu fram niðrandi ummæli forsvarsmanna keppninnar í garð fyrrverandi fegurðardrottninga. 

Sá sem var allt í öllu hjá Miss America heitir Sam Haskell en ásamt honum hafa formaður stjórnar félagsins, forstjóri og stjórnarmaður sagt af sér.

Haskell hafði verið sendur í ótímabundið leyfi síðastliðinn föstudag eftir að fregnir af tölvupóstsamskiptunum rötuðu í fjölmiðla.

Þessi fegurðarsamkeppni hefur lengi sætt gagnrýni fyrir að hlutgera konuar en hún er haldin árlega í Atlanta-borg. 

Lynn Weidner, stjórnarformaður félagsins, mun sem fyrr segir segja af sér en lætur ekki að störfum fyrr en nýj stjórn hefur verið kjörin.

Josh Randle, forstjóri félagsins, hefur einnig sagt af sér en lætur ekki af störfum strax.

Framkvæmdastjórinn, Sam Haskell, er sagður hafa ritað alls kyns óhróður um keppendurna í tölvupóstsamskiptum sínum við handritshöfund sem starfaði fyrir keppnina. Haskell á að hafa talað andstyggilega um holdafar stúlknanna, sem margar eru fyrrverandi sigurvegarar keppninnar, og kynlíf þeirra. Hann virðist hafa ýjað að því að einhverjar stúlknanna væru lauslátar og eru skrif hans þrungin drusluskömm.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×