Katrín nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 14:58 Katrín Jakobsdóttir segist ekki ímynda sér að hún viti allt fyrirfram um öll mál í stjórnarráðinu. Vísir/Stefán Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Sjá meira
Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Sjá meira