Spá mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu með hækkandi hita Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Loftslagsbreytingar eru taldar hafa áhrif á fjölda hælisleitenda. Nígerskir hælisleitendur á leið til Evrópu. Nordicphotos/AFP Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira