Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 18:30 Þrír eru enn í lífshættu eftir rútuslysið í Eldhrauni í gær en það er það umfangsmesta sem hefur orðið á Suðurlandi á þessari öld. Svæðisstjóri hópferðafyrirtækisins sem á rútuna segir hana hafa verið vel búna til vetraraksturs og uppfyllt öll öryggisskilyrði. Þjóðvegurinn um Eldhraun skammt vestan Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur á níunda tímanum í gærkvöldi þegar búið var að ná rútunni sem valt með um 50 kínverskar ferðamenn í gærmorgun, upp á veg aftur og rannsókn var lokið á vettvangi. Fjörutíu og fjórir farþegar auk bílstjóra og leiðsögumanns voru í rútunni og hefur fréttastofan upplýsingar um að minnsta kosti sex farþeganna hafi kastast út þegar rútan valt og tveir þeirra hafi lent undir henni. Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin á vettvangi en 12 voru fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Fimm þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð að halda. Í dag eru þrír enn á gjörgæslu, sjö liggja á bráðalegudeild og tveir voru útskrifaðir af spítalanum í gær. Hinir þrjátíu og sex sem voru minna eða ekkert slasaðir voru fluttir fyrst á fjöldahjálparstöð á Klaustri og svo á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Um 300 manns komu að björgunaraðgerðum í gær á einn eða annan hátt og þá eru ekki taldir með þeir almennu borgarar sem hlúðu að hinum slösuðu meðan keðja viðbragðsaðila kom á vettvang sem var nær óslitin frá Hveragerði. Svæðisstjóri Hópferðabíla Akureyrar sem á rútuna segir það hafa verið mikið áfall þegar upplýsingar um slysið fóru að berast. „Við fengum mjög óljósar fréttir af þessu í fyrstu og töldum bara að um árekstur væri að ræða en fréttum síðar bíllinn væri á hliðinni og þá fór okkar starf bara algjörlega í þetta,“ segir Vignir Þór Siggeirsson, svæðisstjóri hjá Hópferðabílum Akureyrar. Vignir segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs en hún var í dagsferð með ferðamennina um Suðurland. „Hún var með neglda hljóðbarða, nýlegir og belti í öllum sætum,“ segir Vignir. Í kjölfar slyssins í gær hafa spottið upp umræður á samfélagsmiðlum um sætisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum. Vignir segir bílstjóra fyrirtækisins fylgja því eftir að farþegar spenni beltin áður en haldið er af stað. „Eftir að bílstjóri er farinn á ferð, þá hefur hann enga möguleika á að vita hvort fólk sé að losa sig úr beltum eða svoleiðis. Þannig að við brýnum þetta mjög fyrir erlendum hópstjórum að allir séu í beltum,“ segir Vignir.Vitið þið hversu margir voru án belta í gær?„Nei, það er ómöguleg að segja,“ segir Vignir. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn beinist meðal annars að ökuhraða rútunnar áður en hún valt en áður ók hún aftan á fólksbíl í sömu akstursstefnu, sem hugðist beygja til hægri út af veginum. Vignir segir bílstjórann í gær ekki hafa verið undir neinni tímapressu. Slysið í gær er það umfangsmesta á Suðurlandi á þessari öld. Forsvarsmenn Hópferðabíla Akureyrar vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila og til annara hópferðabílstjóra sem unnu að björgunarstarfi í gær og segja hug sinn hjá fjölskyldu konunnar sem lést og hjá bílstjóranum og fjölskyldu hans. Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þrír eru enn í lífshættu eftir rútuslysið í Eldhrauni í gær en það er það umfangsmesta sem hefur orðið á Suðurlandi á þessari öld. Svæðisstjóri hópferðafyrirtækisins sem á rútuna segir hana hafa verið vel búna til vetraraksturs og uppfyllt öll öryggisskilyrði. Þjóðvegurinn um Eldhraun skammt vestan Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur á níunda tímanum í gærkvöldi þegar búið var að ná rútunni sem valt með um 50 kínverskar ferðamenn í gærmorgun, upp á veg aftur og rannsókn var lokið á vettvangi. Fjörutíu og fjórir farþegar auk bílstjóra og leiðsögumanns voru í rútunni og hefur fréttastofan upplýsingar um að minnsta kosti sex farþeganna hafi kastast út þegar rútan valt og tveir þeirra hafi lent undir henni. Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin á vettvangi en 12 voru fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Fimm þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð að halda. Í dag eru þrír enn á gjörgæslu, sjö liggja á bráðalegudeild og tveir voru útskrifaðir af spítalanum í gær. Hinir þrjátíu og sex sem voru minna eða ekkert slasaðir voru fluttir fyrst á fjöldahjálparstöð á Klaustri og svo á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Um 300 manns komu að björgunaraðgerðum í gær á einn eða annan hátt og þá eru ekki taldir með þeir almennu borgarar sem hlúðu að hinum slösuðu meðan keðja viðbragðsaðila kom á vettvang sem var nær óslitin frá Hveragerði. Svæðisstjóri Hópferðabíla Akureyrar sem á rútuna segir það hafa verið mikið áfall þegar upplýsingar um slysið fóru að berast. „Við fengum mjög óljósar fréttir af þessu í fyrstu og töldum bara að um árekstur væri að ræða en fréttum síðar bíllinn væri á hliðinni og þá fór okkar starf bara algjörlega í þetta,“ segir Vignir Þór Siggeirsson, svæðisstjóri hjá Hópferðabílum Akureyrar. Vignir segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs en hún var í dagsferð með ferðamennina um Suðurland. „Hún var með neglda hljóðbarða, nýlegir og belti í öllum sætum,“ segir Vignir. Í kjölfar slyssins í gær hafa spottið upp umræður á samfélagsmiðlum um sætisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum. Vignir segir bílstjóra fyrirtækisins fylgja því eftir að farþegar spenni beltin áður en haldið er af stað. „Eftir að bílstjóri er farinn á ferð, þá hefur hann enga möguleika á að vita hvort fólk sé að losa sig úr beltum eða svoleiðis. Þannig að við brýnum þetta mjög fyrir erlendum hópstjórum að allir séu í beltum,“ segir Vignir.Vitið þið hversu margir voru án belta í gær?„Nei, það er ómöguleg að segja,“ segir Vignir. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn beinist meðal annars að ökuhraða rútunnar áður en hún valt en áður ók hún aftan á fólksbíl í sömu akstursstefnu, sem hugðist beygja til hægri út af veginum. Vignir segir bílstjórann í gær ekki hafa verið undir neinni tímapressu. Slysið í gær er það umfangsmesta á Suðurlandi á þessari öld. Forsvarsmenn Hópferðabíla Akureyrar vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila og til annara hópferðabílstjóra sem unnu að björgunarstarfi í gær og segja hug sinn hjá fjölskyldu konunnar sem lést og hjá bílstjóranum og fjölskyldu hans.
Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent