Kirkjufellsfossinn fagri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar