Staðist allar mínar væntingar og gott betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2017 06:00 Aron er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Eyþór Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira