Framlenging: 4+1 reglan ástæðan fyrir spennunni í Domino's deildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 22:30 Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum