Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2017 21:56 Jón Gunnarsson þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og að ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins. Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins.
Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira