Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 13:44 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29
Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53