KA leiðir kapphlaupið um Hallgrím Jónasson Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 09:45 Hallgrímur Jónasson í landsleik gegn Mexíkó í byrjun þessa árs. vísir/getty Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00