Í kapphlaupi við tímann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun