Aðkallandi að tvær sjúkraflugvélar séu til taks Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:30 Fjölgun flutninga sjúklinga í lofti kallar á nýja sjúkraflugvél. Ekkert bendir til þess að dragi úr sjúkraflugi á næstu árum. Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutningamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári.Ólafur Stefánsson„Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutninga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkraflugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutningamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári.Ólafur Stefánsson„Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutninga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkraflugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira