Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2017 08:00 Forseti ASÍ segir að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. vísir/vilhelm „Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira