Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 09:12 Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, eru nú stödd hér á landi. Þau munu meðal annars funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34