Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:15 Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira