Renault hefur framleiðslu Alpine A110 Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:41 Renault Alpine A110 og sá gamli í forgrunni. Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent
Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent