Íslenski boltinn

Ungt lið til Indónesíu | Albert og Kolbeinn fara mögulega með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson tekur ungt lið með sér til Indónesíu í janúar en í þeim hópi eru fimm nýliðar. Hópinn má sjá heðst í fréttinni.

Heimir greindi einnig frá því að vonir væru bundnar við að Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Nantes, og Albert Guðmundsson hjá PSV, fengju leyfi frá sínum félögum til að fara með íslenska liðinu til Indónesíu.

Ísland mætir Indónesíu ytra í tveimur æfingaleikjum, dagana 10. og 14. janúar. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því ekki kostur fyrir Heimi að velja sinn sterkasta hóp að þessu sinni.

Næstu landsleikir á alþjóðlegum leikdögum verða í mars en ekki hefur enn verið tilkynnt hvaða liðum mætir þá. Heimir greindi frá því að það verða þó leikir gegn liðum frá Suður-Ameríku og Afríku.

Þá greindi Heimir Hallgrímsson frá því að síðustu tveir æfingaleikir Íslands verða leiknir á Laugardalsveli í lok maí og byrjun júní.

Leikirnir í Indónesíu fara fram á þjóðarleikvanginum í Jakarta en hann tekur 88 þúsund manns í sæti.

Markverðir:

Anton Ari Einarsson, Val

Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

Frederik Schram, FC Roskilde

Varnarmenn:

Viðar Ari Jónsson, Brann

Haukur Heiðar Hauksson, Solna

Hólmar Örn Eyjólfsson, Sevski Sofia

Hjörtur Hermannsson, Bröndby

Sverrir Ingi Ingason, Rostov

Ragnar Sigurðsson, Kazan

Jón Guðni Fjóluson, Norrköping

Böðvar Böðvarsson, FH

Felix Örn Friðriksson, ÍBV

Miðjumenn:

Aron Sigurðarson, Tromsö

Arnór Ingvi Traustason, Malmö

Arnór Smárason, Hammarby

Samúel K. Friðjónsson, Vålerenga

Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan

Mikael Anderson, Vendsyssel

Sóknarmenn:

Tryggvi Haraldsson, Halmstad

Óttar Magnús Karlsson, Molde

Björn Bergmann Sigurðarson, Molde

Kristján Flóki Finnbogason, Start


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Heimis

Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×