Ýmir: Draumur síðan ég horfði á silfurstrákana í Peking Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2017 17:33 Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn, til hægri. Vísir/Eyþór Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48
Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21