Sigmundur Davíð segir Katrínu vilja fé til að fylgjast með öðrum ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira