Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Svanur býr í bíl í Laugardal og þarf varanlegt húsnæði. vísir/vilhelm Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55