Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. desember 2017 21:37 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. Vísir/getty Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira