Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:30 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. fréttablaðið/stefán „Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira