Kaldar jólakveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík samræming myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í um 160 þúsund krónur á mánuði eða lækkun um tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar. Það er mín einlæga skoðun að við eigum að mæta fólki í vanda þar sem það er statt með virðingu að leiðarjósi. Það er hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og sjá til þess að enginn líði skort og að hverjum og einum sé mætt á sínum forsendum. Þannig stuðlum við best að þátttöku allra í samfélaginu og sköpum þannig öfluga og lifandi borg. Ég vil hvetja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er með notendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. Vinnan með notendum miðar að því að virkja alla til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt. Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík samræming myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í um 160 þúsund krónur á mánuði eða lækkun um tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar. Það er mín einlæga skoðun að við eigum að mæta fólki í vanda þar sem það er statt með virðingu að leiðarjósi. Það er hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og sjá til þess að enginn líði skort og að hverjum og einum sé mætt á sínum forsendum. Þannig stuðlum við best að þátttöku allra í samfélaginu og sköpum þannig öfluga og lifandi borg. Ég vil hvetja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er með notendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. Vinnan með notendum miðar að því að virkja alla til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt. Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun