Sextán prósent íbúðarhúsa á Flúðum notuð sem sumarhús Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2017 06:00 Um 16% íbúða á svæðinu eru eingöngu notaðar sem sumarhús. vísir/stefán Sextán prósent húsa í Hrunamannahreppi, þá aðallega á Flúðum, eru notuð sem sumarhús þar sem enginn er með lögheimili skráð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um húsnæðisáætlun Hrunamannahrepps.Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.Tuttugu íbúðir hið minnsta eru óskráðar en í flestum tilfellum felst það í því að búið er að innrétta bílskúra sem íbúðir eða að einbýlishúsum hefur verið skipt upp í minni íbúðir. Þá er einnig þekkt að iðnaðarhúsnæði sé notað sem íbúðarhúsnæði og að föst búseta sé í frístundahúsum. „Nýjar reglur um svona útleigu, sem teknar voru upp, eru erfiðar í framkvæmd og eftirlitið sem á að vera hjá sýslumanninum í Reykjavík erum við ekki að sjá að virki. Ég tel því að það þurfi að endurskoða þær reglur,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Sveitarstjórn hefur samþykkt að við munum ekki samþykkja að íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu verði breytt í gistihús umfram 90 daga regluna og erum við þar með að reyna að koma í veg fyrir eins og við getum að húsnæði hér sé keypt upp til að það sé eingöngu notað til skammtímaleigu“, segir Halldóra en mikill skortur er á húsnæði í Hrunamannahreppi. „Þessi mikla vöntun hefur valdið því að fjölgun hefur ekki orðið hjá okkur þrátt fyrir að mikil atvinna sé á svæðinu og innviðir geti tekið við fleiri íbúum. Það húsnæði sem hefur verið á sölu nú á síðustu mánuðum hefur selst og sýnir það að áhugi á að setjast hér að er að verða meiri.“ Airbnb Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Sextán prósent húsa í Hrunamannahreppi, þá aðallega á Flúðum, eru notuð sem sumarhús þar sem enginn er með lögheimili skráð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um húsnæðisáætlun Hrunamannahrepps.Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.Tuttugu íbúðir hið minnsta eru óskráðar en í flestum tilfellum felst það í því að búið er að innrétta bílskúra sem íbúðir eða að einbýlishúsum hefur verið skipt upp í minni íbúðir. Þá er einnig þekkt að iðnaðarhúsnæði sé notað sem íbúðarhúsnæði og að föst búseta sé í frístundahúsum. „Nýjar reglur um svona útleigu, sem teknar voru upp, eru erfiðar í framkvæmd og eftirlitið sem á að vera hjá sýslumanninum í Reykjavík erum við ekki að sjá að virki. Ég tel því að það þurfi að endurskoða þær reglur,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Sveitarstjórn hefur samþykkt að við munum ekki samþykkja að íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu verði breytt í gistihús umfram 90 daga regluna og erum við þar með að reyna að koma í veg fyrir eins og við getum að húsnæði hér sé keypt upp til að það sé eingöngu notað til skammtímaleigu“, segir Halldóra en mikill skortur er á húsnæði í Hrunamannahreppi. „Þessi mikla vöntun hefur valdið því að fjölgun hefur ekki orðið hjá okkur þrátt fyrir að mikil atvinna sé á svæðinu og innviðir geti tekið við fleiri íbúum. Það húsnæði sem hefur verið á sölu nú á síðustu mánuðum hefur selst og sýnir það að áhugi á að setjast hér að er að verða meiri.“
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira