Sveitarstjórar á Vestfjörðum fagna umræðu um kynbundið ofbeldi Aron Ingi Guðmundsson skrifar 18. desember 2017 11:00 Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira