Sveitarstjórar á Vestfjörðum fagna umræðu um kynbundið ofbeldi Aron Ingi Guðmundsson skrifar 18. desember 2017 11:00 Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira