Porsche hefur ekki undan að framleiða Panamera Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 12:53 Porsche Panamera Hybrid. Hlutur tengiltvinnútgáfu Porsche Panamera hefur tvöfaldast á síðastliðnum 12 mánuðum og Porsche mun smíða um 8.000 slíka á þessu ári. Það er þó ekki nóg og er því þriggja til fjögurra mánaða biðlisti eftir bílnum góða. Það sem helst veldur Porsche vanda er að rafhlöðuframleiðendur hafa ekki við að afgreiða rafhlöður í bílinn. Sala á tengiltvinnbílum Porsche í heild er mun meiri en fyrirtækið hafi áður áætlað. Þar á bæ hefur mikil áhersla verið lögð á þróun og framleiðslu bíla með rafhlöður, ekki síst eftir dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen og stefnumarkandi umskipti yfir í smíði lítt mengandi bíla allra þeirra framleiðenda sem tilheyra Volkswagen. Porsche ætlar til að mynda að eyða 1 milljarði evra í þróun Mission E bílsins sem eingöngu verður drifinn rafmagni. Porsche hugleiðir einnig að framleiða rafmagnsútfærslu sportjeppans Macan. Bílabúð Benna er með Porsche Panamera Hybrid bílinn til sölu sem einn margra Porsche bíla sem íslenskum kaupendum stendur til boða og kostar hann Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent
Hlutur tengiltvinnútgáfu Porsche Panamera hefur tvöfaldast á síðastliðnum 12 mánuðum og Porsche mun smíða um 8.000 slíka á þessu ári. Það er þó ekki nóg og er því þriggja til fjögurra mánaða biðlisti eftir bílnum góða. Það sem helst veldur Porsche vanda er að rafhlöðuframleiðendur hafa ekki við að afgreiða rafhlöður í bílinn. Sala á tengiltvinnbílum Porsche í heild er mun meiri en fyrirtækið hafi áður áætlað. Þar á bæ hefur mikil áhersla verið lögð á þróun og framleiðslu bíla með rafhlöður, ekki síst eftir dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen og stefnumarkandi umskipti yfir í smíði lítt mengandi bíla allra þeirra framleiðenda sem tilheyra Volkswagen. Porsche ætlar til að mynda að eyða 1 milljarði evra í þróun Mission E bílsins sem eingöngu verður drifinn rafmagni. Porsche hugleiðir einnig að framleiða rafmagnsútfærslu sportjeppans Macan. Bílabúð Benna er með Porsche Panamera Hybrid bílinn til sölu sem einn margra Porsche bíla sem íslenskum kaupendum stendur til boða og kostar hann
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent