Líflátshótunum rignir yfir ungfrú Írak Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 14:30 Sarah Idan og Adar Gandelsman. Vísir/AFP Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina. Mið-Austurlönd Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira