Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. desember 2017 04:27 Fulltrúar Icelandair og flugvirkja áður en fundur hófst í gær. Eftir það var fjölmiðlafólki vísað á dyr þar sem nærvera þess þótti hafa truflandi áhrif á fundarhöld. Fundarmenn vörðust allra frétta af gangi mála. vísir/eyþór Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar. Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar.
Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12
Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45
Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57
Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58