„Ég samþykki ekki nauðgun“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2017 20:30 Meryl segir þær Rose vera í sama liði. Vísir / Getty Images „Það var sárt að Rose McGowan hafi ráðist á mig í fyrirsögnum helgarinnar, en mig langar að láta hana vita að ég vissi ekki af afbrotum Weinsteins, ekki á tíunda áratugnum þegar hann réðst á hana eða á öðrum áratugum þegar hann réðst á aðra,“ skrifar leikkonan Meryl Streep í yfirlýsingu til fréttamiðilsins Huffington Post. Meryl sendi frá sér yfirlýsingu eftir að leikkonan Rose McGowan sakaði hana um að segja ekkert og sitja hjá, þegar hún vissi af hegðun framleiðandans Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og -ofbeldi af fjölmörgum konum í kvikmyndabransanum. Rose sakaði Meryl um þetta í tísti, sem hefur síðan verið eytt. Meryl segist ekkert hafa vitað af athæfi framleiðandans. „Ég hafði ekki viljandi hljótt. Ég vissi ekki af þessu. Ég samþykki ekki nauðgun. Ég vissi ekki af þessu. Ég vil ekki að ráðist sé á ungar konur. Ég vissi ekki að þetta væri að gerast.“ Rose taldi að Meryl hefði staðið hjá aðgerðarlaus á meðan konur í Hollywood voru beittar ofbeldi af Harvey Weinstein.Vísir / Getty Images Við vissum ekki að hann keypti þögn kvenna Í yfirlýsingunni skrifar Meryl enn fremur að hún viti ekki hvar Harvey eigi heima né að hann hafi heimsótt hana á heimili sitt. „Hann hefur aldrei boðið mér uppá hótelherbergi sitt. Ég hef einu sinni farið á skrifstofuna hans til að fara á fund með Wes Craven vegna kvikmyndarinnar Music of the Heart árið 1999. HW (Harvey Weinstein) dreifði myndum sem ég gerði með öðru fólki. HW var ekki kvikmyndagerðarmaður; hann var oft framleiðandi, aðallega markaðssetti hann myndir sem aðrir gerðu - sumar voru frábærar, aðrar ekki góðar. En það vissu ekki allir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem gerðu myndir sem HW dreifði að hann beitti konur ofeldi, eða að hann hafi nauðgað Rose á tíunda áratug síðustu aldar og öðrum konum fyrir og eftir, þar til þær sögðu okkur það. Við vissum ekki að hann, og vitorðsmenn hans, keypti þögn kvenna.“ Vonar að Rose lesi pistilinn Meryl ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að berjast gegn þöggun í Hollywood og vonar að Rose taki henni sem jafningja, ekki andstæðingi. „Ég var að vona að hún myndi vilja hlusta á mig. Hún vildi það ekki, en ég vona að hún lesi þetta. Mér finnst svo leiðinlegt að hún sjái mig sem andstæðing því við erum báðar, ásamt öllum konunum í okkar fagi, að snúast gegn sama ósveigjanlega fjandmanninum: óbreyttu ástandi sem vill hverfa aftur til slæmu, gömlu daganna þegar konur voru notaðar, þær beittar ofbeldi og neitað inngöngu í hóp þeirra sem ákvarðanir taka í efstu stigum bransans.“ Þegar þetta er skrifað hefur Rose ekki svarað Óskarsverðlaunaleikkonunni. MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Sýna samstöðu í svörtu Leikkonur í Hollywood hafa ákveðið að klæðast svörtu á Golden Globes verðlaunahátíðinni í janúar til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. 16. desember 2017 09:00 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Það var sárt að Rose McGowan hafi ráðist á mig í fyrirsögnum helgarinnar, en mig langar að láta hana vita að ég vissi ekki af afbrotum Weinsteins, ekki á tíunda áratugnum þegar hann réðst á hana eða á öðrum áratugum þegar hann réðst á aðra,“ skrifar leikkonan Meryl Streep í yfirlýsingu til fréttamiðilsins Huffington Post. Meryl sendi frá sér yfirlýsingu eftir að leikkonan Rose McGowan sakaði hana um að segja ekkert og sitja hjá, þegar hún vissi af hegðun framleiðandans Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og -ofbeldi af fjölmörgum konum í kvikmyndabransanum. Rose sakaði Meryl um þetta í tísti, sem hefur síðan verið eytt. Meryl segist ekkert hafa vitað af athæfi framleiðandans. „Ég hafði ekki viljandi hljótt. Ég vissi ekki af þessu. Ég samþykki ekki nauðgun. Ég vissi ekki af þessu. Ég vil ekki að ráðist sé á ungar konur. Ég vissi ekki að þetta væri að gerast.“ Rose taldi að Meryl hefði staðið hjá aðgerðarlaus á meðan konur í Hollywood voru beittar ofbeldi af Harvey Weinstein.Vísir / Getty Images Við vissum ekki að hann keypti þögn kvenna Í yfirlýsingunni skrifar Meryl enn fremur að hún viti ekki hvar Harvey eigi heima né að hann hafi heimsótt hana á heimili sitt. „Hann hefur aldrei boðið mér uppá hótelherbergi sitt. Ég hef einu sinni farið á skrifstofuna hans til að fara á fund með Wes Craven vegna kvikmyndarinnar Music of the Heart árið 1999. HW (Harvey Weinstein) dreifði myndum sem ég gerði með öðru fólki. HW var ekki kvikmyndagerðarmaður; hann var oft framleiðandi, aðallega markaðssetti hann myndir sem aðrir gerðu - sumar voru frábærar, aðrar ekki góðar. En það vissu ekki allir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem gerðu myndir sem HW dreifði að hann beitti konur ofeldi, eða að hann hafi nauðgað Rose á tíunda áratug síðustu aldar og öðrum konum fyrir og eftir, þar til þær sögðu okkur það. Við vissum ekki að hann, og vitorðsmenn hans, keypti þögn kvenna.“ Vonar að Rose lesi pistilinn Meryl ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að berjast gegn þöggun í Hollywood og vonar að Rose taki henni sem jafningja, ekki andstæðingi. „Ég var að vona að hún myndi vilja hlusta á mig. Hún vildi það ekki, en ég vona að hún lesi þetta. Mér finnst svo leiðinlegt að hún sjái mig sem andstæðing því við erum báðar, ásamt öllum konunum í okkar fagi, að snúast gegn sama ósveigjanlega fjandmanninum: óbreyttu ástandi sem vill hverfa aftur til slæmu, gömlu daganna þegar konur voru notaðar, þær beittar ofbeldi og neitað inngöngu í hóp þeirra sem ákvarðanir taka í efstu stigum bransans.“ Þegar þetta er skrifað hefur Rose ekki svarað Óskarsverðlaunaleikkonunni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Sýna samstöðu í svörtu Leikkonur í Hollywood hafa ákveðið að klæðast svörtu á Golden Globes verðlaunahátíðinni í janúar til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. 16. desember 2017 09:00 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Sýna samstöðu í svörtu Leikkonur í Hollywood hafa ákveðið að klæðast svörtu á Golden Globes verðlaunahátíðinni í janúar til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. 16. desember 2017 09:00
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47
Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12