Aston Martin til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 13:44 Aston Martin DB11. Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú. Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent
Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú. Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent