Aston Martin til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 13:44 Aston Martin DB11. Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú. Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent
Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú. Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent