Hera Björk og Birkir tennisfólk ársins 2017 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 20:45 Hera Björk og Birkir áttu gott ár. mynd/tsí Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar. Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar.
Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira