Sá aldrei nema tækifærin og hafði það að leiðarljósi Magnús Guðmundsson skrifar 1. desember 2017 14:30 Þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður í íslenskum fjölmiðlum um áratugaskeið gætti Sveinn þess ætíð að vera ekki sjálfur í sviðsljósinu. Visir/Eyþór Það sækja ekki allir í sviðsljósið þó svo þeir setji mark sitt á samtíma sinn og samfélag. Sveinn R. Eyjólfsson, blaðaútgefandi til áratuga, er einmitt gott dæmi um slíka manneskju. Þrátt fyrir það kom fyrir skömmu út æsku- og athafnasaga Sveins eftir Silju Aðalsteinsdóttur sem starfaði sem menningarblaðamaður og ritstjóri, meðal annars fyrir Svein, um margra ára skeið. Áhrif Sveins á fjölmiðlaumhverfi Íslendinga verður seint ofmetið, allt frá því að hann gerðist framkvæmdastjóri á síðdegisblaðinu Vísi árið 1968 til þess að vera stærsti hluthafinn í Frjálsri fjölmiðlun áratugum síðar með viðkomu víða á þeim merka ferli. Þurfti að bíða eftir blaðinu Silja segir frá því í formála bókarinnar að leiðir hennar og Sveins hafi legið saman þegar hún byrjaði að starfa fyrir hann á DV árið 1996 en þau hafi þó sjaldan hist nema í leikhúsinu þar sem þau voru bæði fastir gestir á frumsýningum. Aðspurður um meintan leikhúsáhuga segir Sveinn hins vegar sposkur að leikhúsferðirnar hafi nú ekki verið að hans frumkvæði. „Það er reyndar Auður Eydal, eiginkona mín, sem ætti að segja frá þessu því leikhúsið hefur verið hennar áhugamál alla tíð og ég náttúrulega fylgdi með í því. Við erum búin að stunda leikhúsið frá því að við tókum saman fyrir sextíu árum og gerum enn.“ Sveinn segist ekki hafa merkt miklar breytingar á leikhúsinu á þessum sextíu árum af einfaldri ástæðu. „Kannski þróast maður bara með þegar maður kemur svona oft, þá tekur maður ekki endilega eftir breytingunum.“ „En hefurðu orðið krítískari með tímanum?“ skýtur Silja inn í vegna þess að blaðamaðurinn tekur sig ósjálfrátt upp og Sveinn tekur nú ekki fyrir að það geti vel verið. Silja sem líka hefur sótt leikhúsið lengi bætir við að það séu sýningar sem standi upp úr fremur en tímabil. „Sumar þessar sýningar fylgja mann alla tíð en annað man maður vart hvort maður sá eða ekki.“ „Auður mín var lengi að skrifa gagnrýni um leikhúsið,“ rifjar Sveinn upp og lætur hugann reika til liðinna stunda. „Framan af hafði það í för með sér að um leið og við komum heim þá þurfti hún að skrifa leikdóminn og svo þurfti að keyra hann niður á blað svo það væri hægt að hafa hann í blaðinu daginn eftir eins og var krafa um á þessum tíma. Það var því gríðarleg breyting þegar það var hægt að fara að senda þetta í tölvunni. En við ræddum aldrei sýningarnar okkar á milli því hún vildi móta sína skoðun og ekki láta mig vera að flækjast fyrir. Ég varð að gera mér að góðu að bíða eftir blaðinu og láta mér nægja að lesa dóminn daginn eftir,“ segir Sveinn og hlær við tilhugsunina. Bókin kemur út hjá Máli og menningu. Skýlaus krafa Silju Fyrir nokkrum árum lögðu Sveinn og Silja í þá vegferð að skrifa Allt kann sá er bíða kann og eitt af því sem gerir bókina svo heillandi er tvíþætt eðli hennar á milli æskuára Sveins annars vegar og svo starfsferilsins í blaðaútgáfu hins vegar. „Þetta var nú krafa Silju, hún hélt því fram að þetta yrði ekki bók nema að sagan yrði tekin frá upphafi,“ segir Sveinn sposkur og Silja er fljót til svars. „Nei, ef við hefðum byrjað á til dæmis stofnun Dagblaðsins, eins og var hugmynd Sveins í upphafi og var vissulega mikil byrjun, þá hefðum við orðið af svo miklu. Bæði var Sveinn búinn að gefa mér í skyn að það væri saga í æskunni, óvenjuleg uppvaxtarár, óvenjuleg kjör og þar jafnvel sitthvað sögulegt og ævintýralegt, og svo fannst mér bara nauðsynlegt að það kæmi fram hvernig þessi maður hefði orðið til. Það er sérkennilegt af manni um þrítugt að hætta í góðu starfi og fara inn á glatað fyrirtæki og fara svo þaðan þegar það er allt í blóma þó svo það sé reynt að halda honum inni og fara út í ennþá háskalegra fyrirtæki. Mér fannst ég verða að vita hvaðan þessi maður kom.“ Silja og Sveinn unnu saman um skeið en hittust helst í leikhúsinu sem Sveinn hefur sótt ásamt Auði Eydal eiginkonu sinni frá því þau tóku saman fyrir sextíu árum. Visir/Eyþór Sveinn var ásamt bróður sínum alinn upp af einstæðri móður sem glímdi við alvarleg veikindi frá unglingsárum og kjörin voru á stundum kröpp. En hvernig skyldi það hafa lagst í Svein að fara að skoða aftur þessa tíma bæði góða og erfiða? Áhrif Sveins á fjölmiðlaumhverfi Íslendinga verður seint ofmetið, allt frá því að hann gerðist framkvæmdastjóri á síðdegisblaðinu Vísi árið 1968 til þess að vera stærsti hluthafinn í Frjálsri fjölmiðlun áratugum síðar með viðkomu víða á þeim merka ferli.Visir/Eyþór „Mér fannst það óþægilegt. Ég sagði Silju strax að ég hefði hvorki rætt þetta við neinn né hugsað um það í þessi sjötíu og fimm ár. Þannig að það var dálítið skrýtið að fara að opna þetta eftir öll þessi ár. En það er ekkert þarna sem hefur truflað mig hið minnsta. Ég hef tekið fram að ég átti bara hamingjuríka æsku að mér fannst sjálfum. Þessi kjör sem þú nefnir voru á mælikvarða þjóðfélagsins auðvitað erfið en ég tók því ekki þannig. Við bræður vorum ekki aldir upp í því að við værum í erfiðum aðstæðum. Það var aldrei viðhorfið hjá móður minni heldur þvert á móti að við værum í fínum málum.“ Verkefni til að leysa Aðspurður hvort þetta hafi mótað Svein og haft áhrif á hans ævistarf segist hann hafa í sjálfu sér aldrei velt því fyrir sér en það stendur ekki á svari hjá ævisagnaritaranum. „Þú segir svo oft að þegar á reyndi þá hafi það verið verkefni til að leysa. Eitthvað sem þyrfti bara að fara í og mér finnst að það viðhorf hafi mótast þegar þú varst strákur. Þú mætir því sem kemur fyrir þig með ákveðinni bjartsýni. Ég held að mamma þín hafi skipt gríðarlegu máli í lífi þínu. Hún var afar sérstæð manneskja og allt viðhorf hennar til lífsins er sérstakt og merkilegt.“ „Já, sjálfsagt er það rétt,“ skýtur Sveinn inn í og er greinilega hugsi og Silja bætir við: „Þú sagðir einhvern tíma að hún hefði verið drottning í ...“ „... í eðli sínu,“ botnar Sveinn og bætir við: „Hún viðurkenndi aldrei að hún ætti neitt erfitt þrátt fyrir að vera mikið veik árum saman. En eftir fertugt var hún fín til heilsunnar og lifði til níræðs. Það má vel vera að þegar þessar uppákomur urðu – eins og sprengingin á Vísi, stofnun Dagblaðsins og prentunin og það allt – að þá hafi reynslan úr æsku haft áhrif á að ég tók það aldrei neitt sérstaklega inn á mig. Þetta var bara eitthvað sem ég þurfti að leysa.“ „Ég er alveg viss um það,“ segir Silja, „til dæmis það að vera aldrei hræddur við að vera blankur.“ „Nei, ég var aldrei hræddur við það,“ samsinnir Sveinn. „Peningar skipta þig aldrei máli til þess að eiga þá heldur til þess að nota þá,“ botnar Silja. „Við höfum eiginlega sagt, við Auður, að við höfum verið blönk alla okkar ævi. Við öfluðum peninganna en eyddum þeim jafnóðum, til dæmis í að byggja upp jarðirnar sem við keyptum,“ segir Sveinn og það leynir sér ekki að hann lítur hvorki á peninga sem upphaf né endi hlutanna. Áhuginn alltaf til staðar Þegar Sveinn er spurður út í það hvað hafi orðið til þess á sínum tíma að hann hætti í góðu starfi hjá Skeljungi til þess að skella sér af fullum þunga í fjölmiðlaútgáfu segir hann að áhuginn hafi alltaf verið til staðar. „Ég hlustaði alltaf mikið á útvarp og las öll blöð og svo kynntumst við Jónas Kristjánsson 1959. Ég fylgdist með honum eftir að hann byrjaði á Tímanum. Ég meira að segja skaffaði honum viðtal við Englending á mikilli ævintýrareisu sem ég hitti austur á Seyðisfirði. Dró manninn upp á símstöð, hringdi svo í Jónas og rétti Englendingnum tólið. Svo fylgdist ég með öllum vandræðunum á Vísi þegar Jónas var kominn þangað og hafði ákveðnar skoðanir á orsökum þeirra. Það æxlaðist svo þannig, eins og ég segi frá í bókinni, að Jónas kom loks til mín og spurði hvort ég vildi þá ekki bara taka með honum slaginn. Ég man að þetta kvöld þegar Jónas bar upp erindið, þá sat Þórður Harðarson læknir með okkur, gamall skólafélagi Jónasar, og hann hvatti mig mjög til þess að hjálpa Jónasi. Ég gekk glaður í það því ég hafði áhuga á verkefninu. Ég sá þetta heldur aldrei sem vonlaust mál heldur sem tækifæri og það er það viðhorf sem ég hef haft að leiðarljósi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. desember. Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Þegar Davíð skar Styrmi óvænt úr snörunni Uppgjörsbók Sveins R. Eyjólfssonar athafnamanns varpar ljósi á það hvernig kaupin gerast á Eyrinni. 20. nóvember 2017 09:48 Margmenni í útgáfuhófi dagblaðamógúls Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaútgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum. 27. október 2017 06:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Það sækja ekki allir í sviðsljósið þó svo þeir setji mark sitt á samtíma sinn og samfélag. Sveinn R. Eyjólfsson, blaðaútgefandi til áratuga, er einmitt gott dæmi um slíka manneskju. Þrátt fyrir það kom fyrir skömmu út æsku- og athafnasaga Sveins eftir Silju Aðalsteinsdóttur sem starfaði sem menningarblaðamaður og ritstjóri, meðal annars fyrir Svein, um margra ára skeið. Áhrif Sveins á fjölmiðlaumhverfi Íslendinga verður seint ofmetið, allt frá því að hann gerðist framkvæmdastjóri á síðdegisblaðinu Vísi árið 1968 til þess að vera stærsti hluthafinn í Frjálsri fjölmiðlun áratugum síðar með viðkomu víða á þeim merka ferli. Þurfti að bíða eftir blaðinu Silja segir frá því í formála bókarinnar að leiðir hennar og Sveins hafi legið saman þegar hún byrjaði að starfa fyrir hann á DV árið 1996 en þau hafi þó sjaldan hist nema í leikhúsinu þar sem þau voru bæði fastir gestir á frumsýningum. Aðspurður um meintan leikhúsáhuga segir Sveinn hins vegar sposkur að leikhúsferðirnar hafi nú ekki verið að hans frumkvæði. „Það er reyndar Auður Eydal, eiginkona mín, sem ætti að segja frá þessu því leikhúsið hefur verið hennar áhugamál alla tíð og ég náttúrulega fylgdi með í því. Við erum búin að stunda leikhúsið frá því að við tókum saman fyrir sextíu árum og gerum enn.“ Sveinn segist ekki hafa merkt miklar breytingar á leikhúsinu á þessum sextíu árum af einfaldri ástæðu. „Kannski þróast maður bara með þegar maður kemur svona oft, þá tekur maður ekki endilega eftir breytingunum.“ „En hefurðu orðið krítískari með tímanum?“ skýtur Silja inn í vegna þess að blaðamaðurinn tekur sig ósjálfrátt upp og Sveinn tekur nú ekki fyrir að það geti vel verið. Silja sem líka hefur sótt leikhúsið lengi bætir við að það séu sýningar sem standi upp úr fremur en tímabil. „Sumar þessar sýningar fylgja mann alla tíð en annað man maður vart hvort maður sá eða ekki.“ „Auður mín var lengi að skrifa gagnrýni um leikhúsið,“ rifjar Sveinn upp og lætur hugann reika til liðinna stunda. „Framan af hafði það í för með sér að um leið og við komum heim þá þurfti hún að skrifa leikdóminn og svo þurfti að keyra hann niður á blað svo það væri hægt að hafa hann í blaðinu daginn eftir eins og var krafa um á þessum tíma. Það var því gríðarleg breyting þegar það var hægt að fara að senda þetta í tölvunni. En við ræddum aldrei sýningarnar okkar á milli því hún vildi móta sína skoðun og ekki láta mig vera að flækjast fyrir. Ég varð að gera mér að góðu að bíða eftir blaðinu og láta mér nægja að lesa dóminn daginn eftir,“ segir Sveinn og hlær við tilhugsunina. Bókin kemur út hjá Máli og menningu. Skýlaus krafa Silju Fyrir nokkrum árum lögðu Sveinn og Silja í þá vegferð að skrifa Allt kann sá er bíða kann og eitt af því sem gerir bókina svo heillandi er tvíþætt eðli hennar á milli æskuára Sveins annars vegar og svo starfsferilsins í blaðaútgáfu hins vegar. „Þetta var nú krafa Silju, hún hélt því fram að þetta yrði ekki bók nema að sagan yrði tekin frá upphafi,“ segir Sveinn sposkur og Silja er fljót til svars. „Nei, ef við hefðum byrjað á til dæmis stofnun Dagblaðsins, eins og var hugmynd Sveins í upphafi og var vissulega mikil byrjun, þá hefðum við orðið af svo miklu. Bæði var Sveinn búinn að gefa mér í skyn að það væri saga í æskunni, óvenjuleg uppvaxtarár, óvenjuleg kjör og þar jafnvel sitthvað sögulegt og ævintýralegt, og svo fannst mér bara nauðsynlegt að það kæmi fram hvernig þessi maður hefði orðið til. Það er sérkennilegt af manni um þrítugt að hætta í góðu starfi og fara inn á glatað fyrirtæki og fara svo þaðan þegar það er allt í blóma þó svo það sé reynt að halda honum inni og fara út í ennþá háskalegra fyrirtæki. Mér fannst ég verða að vita hvaðan þessi maður kom.“ Silja og Sveinn unnu saman um skeið en hittust helst í leikhúsinu sem Sveinn hefur sótt ásamt Auði Eydal eiginkonu sinni frá því þau tóku saman fyrir sextíu árum. Visir/Eyþór Sveinn var ásamt bróður sínum alinn upp af einstæðri móður sem glímdi við alvarleg veikindi frá unglingsárum og kjörin voru á stundum kröpp. En hvernig skyldi það hafa lagst í Svein að fara að skoða aftur þessa tíma bæði góða og erfiða? Áhrif Sveins á fjölmiðlaumhverfi Íslendinga verður seint ofmetið, allt frá því að hann gerðist framkvæmdastjóri á síðdegisblaðinu Vísi árið 1968 til þess að vera stærsti hluthafinn í Frjálsri fjölmiðlun áratugum síðar með viðkomu víða á þeim merka ferli.Visir/Eyþór „Mér fannst það óþægilegt. Ég sagði Silju strax að ég hefði hvorki rætt þetta við neinn né hugsað um það í þessi sjötíu og fimm ár. Þannig að það var dálítið skrýtið að fara að opna þetta eftir öll þessi ár. En það er ekkert þarna sem hefur truflað mig hið minnsta. Ég hef tekið fram að ég átti bara hamingjuríka æsku að mér fannst sjálfum. Þessi kjör sem þú nefnir voru á mælikvarða þjóðfélagsins auðvitað erfið en ég tók því ekki þannig. Við bræður vorum ekki aldir upp í því að við værum í erfiðum aðstæðum. Það var aldrei viðhorfið hjá móður minni heldur þvert á móti að við værum í fínum málum.“ Verkefni til að leysa Aðspurður hvort þetta hafi mótað Svein og haft áhrif á hans ævistarf segist hann hafa í sjálfu sér aldrei velt því fyrir sér en það stendur ekki á svari hjá ævisagnaritaranum. „Þú segir svo oft að þegar á reyndi þá hafi það verið verkefni til að leysa. Eitthvað sem þyrfti bara að fara í og mér finnst að það viðhorf hafi mótast þegar þú varst strákur. Þú mætir því sem kemur fyrir þig með ákveðinni bjartsýni. Ég held að mamma þín hafi skipt gríðarlegu máli í lífi þínu. Hún var afar sérstæð manneskja og allt viðhorf hennar til lífsins er sérstakt og merkilegt.“ „Já, sjálfsagt er það rétt,“ skýtur Sveinn inn í og er greinilega hugsi og Silja bætir við: „Þú sagðir einhvern tíma að hún hefði verið drottning í ...“ „... í eðli sínu,“ botnar Sveinn og bætir við: „Hún viðurkenndi aldrei að hún ætti neitt erfitt þrátt fyrir að vera mikið veik árum saman. En eftir fertugt var hún fín til heilsunnar og lifði til níræðs. Það má vel vera að þegar þessar uppákomur urðu – eins og sprengingin á Vísi, stofnun Dagblaðsins og prentunin og það allt – að þá hafi reynslan úr æsku haft áhrif á að ég tók það aldrei neitt sérstaklega inn á mig. Þetta var bara eitthvað sem ég þurfti að leysa.“ „Ég er alveg viss um það,“ segir Silja, „til dæmis það að vera aldrei hræddur við að vera blankur.“ „Nei, ég var aldrei hræddur við það,“ samsinnir Sveinn. „Peningar skipta þig aldrei máli til þess að eiga þá heldur til þess að nota þá,“ botnar Silja. „Við höfum eiginlega sagt, við Auður, að við höfum verið blönk alla okkar ævi. Við öfluðum peninganna en eyddum þeim jafnóðum, til dæmis í að byggja upp jarðirnar sem við keyptum,“ segir Sveinn og það leynir sér ekki að hann lítur hvorki á peninga sem upphaf né endi hlutanna. Áhuginn alltaf til staðar Þegar Sveinn er spurður út í það hvað hafi orðið til þess á sínum tíma að hann hætti í góðu starfi hjá Skeljungi til þess að skella sér af fullum þunga í fjölmiðlaútgáfu segir hann að áhuginn hafi alltaf verið til staðar. „Ég hlustaði alltaf mikið á útvarp og las öll blöð og svo kynntumst við Jónas Kristjánsson 1959. Ég fylgdist með honum eftir að hann byrjaði á Tímanum. Ég meira að segja skaffaði honum viðtal við Englending á mikilli ævintýrareisu sem ég hitti austur á Seyðisfirði. Dró manninn upp á símstöð, hringdi svo í Jónas og rétti Englendingnum tólið. Svo fylgdist ég með öllum vandræðunum á Vísi þegar Jónas var kominn þangað og hafði ákveðnar skoðanir á orsökum þeirra. Það æxlaðist svo þannig, eins og ég segi frá í bókinni, að Jónas kom loks til mín og spurði hvort ég vildi þá ekki bara taka með honum slaginn. Ég man að þetta kvöld þegar Jónas bar upp erindið, þá sat Þórður Harðarson læknir með okkur, gamall skólafélagi Jónasar, og hann hvatti mig mjög til þess að hjálpa Jónasi. Ég gekk glaður í það því ég hafði áhuga á verkefninu. Ég sá þetta heldur aldrei sem vonlaust mál heldur sem tækifæri og það er það viðhorf sem ég hef haft að leiðarljósi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. desember.
Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Þegar Davíð skar Styrmi óvænt úr snörunni Uppgjörsbók Sveins R. Eyjólfssonar athafnamanns varpar ljósi á það hvernig kaupin gerast á Eyrinni. 20. nóvember 2017 09:48 Margmenni í útgáfuhófi dagblaðamógúls Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaútgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum. 27. október 2017 06:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þegar Davíð skar Styrmi óvænt úr snörunni Uppgjörsbók Sveins R. Eyjólfssonar athafnamanns varpar ljósi á það hvernig kaupin gerast á Eyrinni. 20. nóvember 2017 09:48
Margmenni í útgáfuhófi dagblaðamógúls Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaútgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum. 27. október 2017 06:30