MAX1 afhenti Krabbameinsfélaginu 1.700.000 krónur Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 14:47 Sigurjón Árni Ólafsson afhendir myndarlega ávísun til Krabbameinsfélagsins. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres afhentu Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð 1.700.000 kr. í dag. Upphæðin safnaðist í október og nóvember, en hluti söluágóða Nokian dekkja á þessu tímabili rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni. Þess má geta að MAX1 og Nokian Tyres hyggja á áframhaldandi samstarf við Krabbameinsfélag Íslands.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. MAX1 bílavaktin þakkar Krabbameinsfélaginu fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og að sjálfsögðu viðskiptavinunum fyrir frábærar móttökur. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres afhentu Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð 1.700.000 kr. í dag. Upphæðin safnaðist í október og nóvember, en hluti söluágóða Nokian dekkja á þessu tímabili rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni. Þess má geta að MAX1 og Nokian Tyres hyggja á áframhaldandi samstarf við Krabbameinsfélag Íslands.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. MAX1 bílavaktin þakkar Krabbameinsfélaginu fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og að sjálfsögðu viðskiptavinunum fyrir frábærar móttökur.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent