Erlendir fjölmiðlar um HM-dráttinn: „Ísland fær hrottafenginn fyrsta leik“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 18:20 "Þetta er erfiður riðill og það gæti orðið erfitt að sjá þá komast í 16-liða úrslit. En aldrei segja aldrei.“ Vísir/Getty „Argentínumenn verða hreint ekki sáttir,“ segir á vef New York Times um D-riðilinn í Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi á næsta ári. Argentína dróst í D-riðil ásamt Króatíu, Íslandi og Nígeríu og segir á vef New York Times að þessi riðill verði sá erfiðasti en jafnframt sá áhugaverðasti. „Argentína er nýbúið að tryggja sér sæti á HM, Króatía býr yfir gnótt af einstaklingshæfileikum, Ísland býr yfir gífurlegum liðsstyrk og Nígería var sterkasta liðið úr fjórða styrkleikaflokki,“ segir á vef New York Times. „Ísland fær hrottafenginn fyrsta leik á HM,“ segir í fyrirsögn Yahoo Finance um þá niðurstöðu að Ísland verði í D-riðli þar sem það mætir Argentínu í fyrsta leik í Moskvu. CBS Sport setur Ísland í annað sæti á lista yfir þau lönd sem fengu versta dráttinn. „Þessi töfrandi Evrópuþjóð sem fangaði hjörtu margra á Evrópumótinu 2016,“ segir í grein CBS Sports en þar var Ísland talið það lið sem gæti komið hvað mest á óvart með því að ná í sextán liða úrslit. Eftir dráttinn, sem gat varla farið verr fyrir Ísland að mati blaðamanns CBS Sports, gæti það orðið erfiðara. „Þetta er erfiður riðill og það gæti orðið erfitt að sjá þá komast í 16-liða úrslit. En aldrei segja aldrei.“ „Það er ekki hægt að afskrifa Ísland,“ segir fyrrverandi landsliðsmaður Nígeríu í knattspyrnu, Austin Eguavoen, um þá staðreynd að Nígería er í riðli með Argentínu, Króatíu og Íslandi. Nígería hefur fjórum sinnum mætt Argentínu á HM og tapað í öll skiptin. Eguavoen segir Nígeríu ekki mega að einblína á leikinn við Argentínu, Króatar séu gríðarlega sterkir og þá sé ekki hægt að afskrifa Ísland. Tengdar fréttir Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Stærðfræðingur frá New York fann út líkur íslenska landsliðsins eftir 100 þúsund endurtekningar Julien Guyon, fertugur franskur stærðfræðingur frá New York, hefur reiknað út líkurnar á því með hvaða liðum Ísland lendir í riðli þegar dregið verður í úrslitakeppni HM í Kremlín höllinni í dag. 1. desember 2017 12:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
„Argentínumenn verða hreint ekki sáttir,“ segir á vef New York Times um D-riðilinn í Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi á næsta ári. Argentína dróst í D-riðil ásamt Króatíu, Íslandi og Nígeríu og segir á vef New York Times að þessi riðill verði sá erfiðasti en jafnframt sá áhugaverðasti. „Argentína er nýbúið að tryggja sér sæti á HM, Króatía býr yfir gnótt af einstaklingshæfileikum, Ísland býr yfir gífurlegum liðsstyrk og Nígería var sterkasta liðið úr fjórða styrkleikaflokki,“ segir á vef New York Times. „Ísland fær hrottafenginn fyrsta leik á HM,“ segir í fyrirsögn Yahoo Finance um þá niðurstöðu að Ísland verði í D-riðli þar sem það mætir Argentínu í fyrsta leik í Moskvu. CBS Sport setur Ísland í annað sæti á lista yfir þau lönd sem fengu versta dráttinn. „Þessi töfrandi Evrópuþjóð sem fangaði hjörtu margra á Evrópumótinu 2016,“ segir í grein CBS Sports en þar var Ísland talið það lið sem gæti komið hvað mest á óvart með því að ná í sextán liða úrslit. Eftir dráttinn, sem gat varla farið verr fyrir Ísland að mati blaðamanns CBS Sports, gæti það orðið erfiðara. „Þetta er erfiður riðill og það gæti orðið erfitt að sjá þá komast í 16-liða úrslit. En aldrei segja aldrei.“ „Það er ekki hægt að afskrifa Ísland,“ segir fyrrverandi landsliðsmaður Nígeríu í knattspyrnu, Austin Eguavoen, um þá staðreynd að Nígería er í riðli með Argentínu, Króatíu og Íslandi. Nígería hefur fjórum sinnum mætt Argentínu á HM og tapað í öll skiptin. Eguavoen segir Nígeríu ekki mega að einblína á leikinn við Argentínu, Króatar séu gríðarlega sterkir og þá sé ekki hægt að afskrifa Ísland.
Tengdar fréttir Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Stærðfræðingur frá New York fann út líkur íslenska landsliðsins eftir 100 þúsund endurtekningar Julien Guyon, fertugur franskur stærðfræðingur frá New York, hefur reiknað út líkurnar á því með hvaða liðum Ísland lendir í riðli þegar dregið verður í úrslitakeppni HM í Kremlín höllinni í dag. 1. desember 2017 12:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05
Stærðfræðingur frá New York fann út líkur íslenska landsliðsins eftir 100 þúsund endurtekningar Julien Guyon, fertugur franskur stærðfræðingur frá New York, hefur reiknað út líkurnar á því með hvaða liðum Ísland lendir í riðli þegar dregið verður í úrslitakeppni HM í Kremlín höllinni í dag. 1. desember 2017 12:30