Kristinn: Hlakka til að klæðast Valstreyjunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. desember 2017 19:00 Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals fyrr í dag. Hann sagði það mjög gott að vera kominn aftur heim, en hann spilaði með Val árin 2012-16. „Ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur og fara að spila með strákunum,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. Kristinn spilaði með Sundsvall í sænsku úrvasldeildinni síðasta tímabil, en hann fór út í atvinnumennskuna eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2016. En afhverju ákvað hann að snúa aftur heim? „Fyrst og fremst fjölskylduástæður. Við fjölskyldan ákváðum það í sameiningu að þetta væri besti kosturinn eftir stutta dvöl úti. Skemmtilegt ævintýri sem ég var í sem okkur fannst best að enda og koma heim.“Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Kristinn væri í viðræðum bæði við Val og FH. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann kaus Val sagði Kristinn „Ég hef verið hérna í fimm ár, þekki allt hérna. Leið mjög vel hér og veit að hverju ég geng, svo að sjálfsögðu metnaðurinn í félaginu. Ég hlakka bara til þessara fjögurra ára og get ekki beðið eftir að komast í treyjuna og byrja að spila,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, ég er feykilega ánægður með hann. Kristinn var náttúrulega með okkur hérna, stóð sig feikna vel svo við lögðum mikla áherslu á að fá hann.“ Nú þegar eru Ívar Örn Jónsson og Ólafur Karl Finsen komnir til félagsins. Aðspurður hversu marga leikmenn Ólafur ætlaði sér að fá til viðbótar sagði hann: „Mér kæmi ekki á óvart að ég fengi 5-6 leikmenn í viðbót.“ Hann hafði þá áður sagt við annan fjölmiðil að hann ætlaði sér að fá 3-4. Hann fór nú bara að hlæja þegar blaðamaður spurði hann út í þetta ósamræmi og sagði það bara koma í ljós hver lokatalan yrði. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals fyrr í dag. Hann sagði það mjög gott að vera kominn aftur heim, en hann spilaði með Val árin 2012-16. „Ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur og fara að spila með strákunum,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. Kristinn spilaði með Sundsvall í sænsku úrvasldeildinni síðasta tímabil, en hann fór út í atvinnumennskuna eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2016. En afhverju ákvað hann að snúa aftur heim? „Fyrst og fremst fjölskylduástæður. Við fjölskyldan ákváðum það í sameiningu að þetta væri besti kosturinn eftir stutta dvöl úti. Skemmtilegt ævintýri sem ég var í sem okkur fannst best að enda og koma heim.“Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Kristinn væri í viðræðum bæði við Val og FH. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann kaus Val sagði Kristinn „Ég hef verið hérna í fimm ár, þekki allt hérna. Leið mjög vel hér og veit að hverju ég geng, svo að sjálfsögðu metnaðurinn í félaginu. Ég hlakka bara til þessara fjögurra ára og get ekki beðið eftir að komast í treyjuna og byrja að spila,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, ég er feykilega ánægður með hann. Kristinn var náttúrulega með okkur hérna, stóð sig feikna vel svo við lögðum mikla áherslu á að fá hann.“ Nú þegar eru Ívar Örn Jónsson og Ólafur Karl Finsen komnir til félagsins. Aðspurður hversu marga leikmenn Ólafur ætlaði sér að fá til viðbótar sagði hann: „Mér kæmi ekki á óvart að ég fengi 5-6 leikmenn í viðbót.“ Hann hafði þá áður sagt við annan fjölmiðil að hann ætlaði sér að fá 3-4. Hann fór nú bara að hlæja þegar blaðamaður spurði hann út í þetta ósamræmi og sagði það bara koma í ljós hver lokatalan yrði.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11