Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:00 Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira