Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 19:45 Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan. MMA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Sjá meira
Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.
MMA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Sjá meira